Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefst skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi á næsta ári.

Fjallað var m.a. um málið á Vísi.

Meltingarklínikin í Ármúla hefur nú þegar tekið í notkun speglunartæki frá Olympus þar sem notast er við gervigreind til að bæta gæði greiningar.

Mikil ánægja er með virkni tækjanna og þykja þau marka tímamót í greiningu krabbameins á frumstigi í ristli.

Tækin skima myndirnar í rauntíma og merkja inn á þær hvar hugsanleg mein getur verið að finna. Á myndinni má sjá hvar gervigreindin hefur merkt  það svæði sem líklegt er að þurfi að skoða nánar.